Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 30. október 2023

Vaxandi þungi virðist í hernaðaraðgerðum Ísraela á Gaza ströndinni. Heilbrigðisyfirvöld á Gaza segja minnst átta þúsund og þrjú hundruð hafi fallið síðan átökin hófust. Heilbrigðisyfirvöld á Gaza segja minnst átta þúsund og þrjú hundruð hafi fallið síðan átökin hófust.

Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir ekki tvær utanríkisstefnur í gangi varðandi málefni Ísrales og Palestínu.

Utanríkisráðherra segir engan áherslumun milli stjórnarflokkanna varðandi Gaza. Forsætisráðuneytinu hafi verið tilkynnt um Ísland myndi sitja hjá við atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

Allt bendir til kvikusöfnunar á fjögurra kílómetra dýpi á Reykjanesskaga, norðvestan við Þorbjörn. Skjálftavirknin er viðvarandi.

Karlmaður á áttræðisaldri fékk ekki flutning með sjúkraflugvél vegna þyngdar sinnar. Framkvæmdastjóri flugfélagsins segir þetta ekki í fyrsta sinn sem fólki neitað um sjúkraflug af þessari ástæðu.

Riða greindist á bænum Stórhóli í Húnaþingi Vestra fyirir helgi. Óvíst er hvort skera þarf allt á bænum.

Verðbólga minnkar um 0,1 prósent frá síðasta mánuði og mælist 7,9 prósent. Formaður VR segir það litlu breyta um komandi kjaraviðræður.

Oddviti Fjarðabyggðar telur sveitarfélagið verði bregðast við skuldasöfnun. Skuldir jukust um meira en 2 milljónir á dag í fyrra.

Kona, sem leitaði til neyðarmóttöku Sjúkrahússins á Akureyri vegna kynferðisbrots, segir það hafi ýft upp sárin þegar nemi í HA hafði samband við hana vegna ritgerðarsmíðar.

Pedro Sanchez, starfandi forsætisráðherra Spánar, vill veita aðskilnaðarsinnum í Katalóníu sakaruppgjöf, til stuðning flokka þar við myndun meirihlutastjórnar

Frumflutt

30. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir