Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 30. október 2023

Vaxandi þungi virðist í hernaðaraðgerðum Ísraela á Gaza ströndinni. Heilbrigðisyfirvöld á Gaza segja minnst átta þúsund og þrjú hundruð hafi fallið síðan átökin hófust. Heilbrigðisyfirvöld á Gaza segja minnst átta þúsund og þrjú hundruð hafi fallið síðan átökin hófust.

Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir ekki tvær utanríkisstefnur í gangi varðandi málefni Ísrales og Palestínu.

Utanríkisráðherra segir engan áherslumun milli stjórnarflokkanna varðandi Gaza. Forsætisráðuneytinu hafi verið tilkynnt um Ísland myndi sitja hjá við atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

Allt bendir til kvikusöfnunar á fjögurra kílómetra dýpi á Reykjanesskaga, norðvestan við Þorbjörn. Skjálftavirknin er viðvarandi.

Karlmaður á áttræðisaldri fékk ekki flutning með sjúkraflugvél vegna þyngdar sinnar. Framkvæmdastjóri flugfélagsins segir þetta ekki í fyrsta sinn sem fólki neitað um sjúkraflug af þessari ástæðu.

Riða greindist á bænum Stórhóli í Húnaþingi Vestra fyirir helgi. Óvíst er hvort skera þarf allt á bænum.

Verðbólga minnkar um 0,1 prósent frá síðasta mánuði og mælist 7,9 prósent. Formaður VR segir það litlu breyta um komandi kjaraviðræður.

Oddviti Fjarðabyggðar telur sveitarfélagið verði bregðast við skuldasöfnun. Skuldi