Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 27. september 2024

Verðbólga mælist fimm komma fjögur prósent og hefur ekki verið minni frá 2021. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur einboðið stýrivextir verði lækkaðir.

Fjármálaráðherra segir fullkomlega óábyrgt velta fyrir sér kosningum á næstu mánuðum þegar vænta megi árangurs í baráttunni við verðbólgu.

Þrjátíu þúsund hafa flúið til Sýrlands frá Líbanon síðustu þrjá sólarhringa. Vonir um vopnahlé milli Ísraela og Hezbollah hafa dvínað.

Allt 150 laxaseiði fóru í sjóinn þegar óhapp varð við dælingu í landeldisstöð við Ísafjarðardjúp. Matvælastofnun segir tilfellin óvenju mörg í ár.

Þingflokksformaður Pírata vill komið verði á sjálfstæðu eftirliti með störfum lögreglu og aðgerðir lögreglu í svokölluðu byrlunarmáli verði rannsakaðar ofan í kjölinn.

Verja þarf höfnina í Grindavík áður en vetur gengur í garð. Hún hefur sigið í jarðhræringunum.

45 prósent aðspurðra segjast ánægð með störf Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í fyrstu könnun á störfum hennar.

Snjóað hefur til fjalla norðaustanlands í dag og vetrarfærð er á fjallvegum. Ökumenn á nöglum verða ekki sektaðir norðan heiða.

Frumflutt

27. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir