Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 7. júní 2024

Ríkið hefur sótt um lánsheimild hjá Þróunarbanka Evrópu vegna Grindavíkur. Heildarkostnaður stefnir í 100 milljarða. Fyrirtækjaeigendur eru ósáttir við stuðningsfrumvarp ríkisstjórnarinnar.

Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir ákveðið áhyggjuefni þorskarnir í hafinu í kringum Íslands séu léttast. Stofnunin leggur til lítilsháttar aukningu á þorskveiðum á næsta fiskveiðiári.

Matvælaráðherra segir Vinstri græn staðráðin í ljúka ríkisstjórnarsamstarfinu.

Harðlínuflokkar frá hægri bæta líklega við sig fylgi í kosningum til Evrópuþingsins, sem hófust í gær.

Framkvæmdastjórn ESB mælir með formlegum aðildarviðræðum við Úkraínu og Moldóvu. Ríkin uppfylli skilyrði sem sambandið setti.

Agaleysi í íslenskum skólum er ein af ástæðum versnandi námsárangurs drengja, samkvæmt nýrri skýrslu.

Óveðrið í vikunni hefur farið illa með æðarvörp á Austfjörðum. Dúnninn getur eyðilagst í langvarandi kulda og bleytutíð. Í stærsta æðarvarpi landsins fuku hreiður og fóru á kaf í vatnavöxtum.

Strandveiðisjómenn hittast á kröfufundi á Austurvelli í hádeginu. Þeir krefjast þess veiðiheimildir þeirra dugi út tímabilið.

Langstökkvarinn Daníel Ingi Egilsson var í morgun hársbreidd frá því komast í úrslit á EM í frjálsum. Hann stökk 7,92 metra en átta metra þurfti til.

Frumflutt

7. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir