Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 23. maí 2024

Nemandi við Oslóarháskóla, sem stakk íslenskan kennara í fyrrahaust, hefur verið ákærður fyrir morðtilraun.

Minnst sex eru látin eftir eldflaugaárás Rússa á úkraínsku borgina Kharkiv í morgun. Vaxandi þungi er í sókn Rússa í norðausturhluta Úkraínu, þar sem um fjórtán þúsund manns hafa flúið heimkynni sín. Bandaríkjamenn íhuga aflétta banni við vopn frá þeim séu notuð gegn skotmörkum í Rússlandi.

Mikil eftirspurn er eftir húsnæði, bæði til kaups og leigu, fleiri íbúðir seljast á yfirverði og leiga hækkar. Innkoma Grindvíkinga á markaðinn hefur áhrif segir hagfræðingur.

Lögreglan í Hafnarfirði leitar enn manns sem réðst á tólf ára stúlku í við Víðistaðaskóla í gær og biðlar til fólks láta vita af grunsamlegum mannaferðum.

Landris heldur áfram og skjálftavirkni sömuleiðis á Reykjanesskaga. Ekkert bendir sérstaklega til þess gos í vændum þrátt fyrir 17 milljón rúmmetrar af kviku hafi safnast fyrir í kvikugeyminum undir Svartsengi.

Það er duga eða drepast fyrir forsætisráðherra Bretlands í komandi kosningum. Niðurstöðurnar gætu ráðið úrslitum um pólitíska framtíð hans. Snörp kosningabarátta hófst í dag með hvelli.

ISAVIA ætlar rukka bíleigendur sem leggja lengur en í fimm klukkustundir við flugvellina í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum og hefst gjaldtakan á næstu dögum. Oddviti Miðflokksins í Múlaþingi segist frekar verða settur í járn en borga gjaldið sem auki enn frekar ferðakostnað þeirra sem þurfa sækja þjónustu til Reykjavíkur.

Frumflutt

23. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir