Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 17. maí 2024

Kvikusöfnun er komin efri þolmörkum undir Svartsengi og því líkur á kvikuhlaupi á allra næstu dögum segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri á Veðurstofunni. Hún segir þó mikilvægt hafa í huga atburðarásin verði ekki alltaf sama.

Það skýrist eftir hádegi hvort gæsluvarðhalds eða farbanns verði krafist yfir skipstjóra og stýrimanni flutningaskipsins Longdawn sem talið er hafi rekist á strandveiðibát út af Garðskaga í fyrrinótt.

Ísraelsmenn herða enn sókn sína í Rafah þrátt fyrir áhyggjur alþjóðasamfélagsins. Bandaríkjaher hefur hafið flutning á neyðaraðstoð um bráðabirgðabryggju.

Bæjarstjórn Ölfuss heldur aukafund í dag til ræða gagnrýni fiskeldisfyrirtækisins First Water á fyrirhugaða mölunarverksmiðju Heidelberg í bænum. Bæjarstjórinn segir bréf fyrirtækisins hafa áhrif á íbúakosningu, en fulltrúi minnihlutans segir það engu breyta.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrum utanríkisráðherra leiðir hóp sérfræðinga sem leggja eiga mat á framkvæmd og undirbúning kosninganna til Evrópuþingsins í næsta mánuði. Meira en fjögur hundruð milljónir eru á kjörskrá í tuttugu og sjö aðildarríkjum Evrópusambandsins.

Olíubrúsi sást á gólfi á skrifstofu Austurljóss á Egilsstöðum sem eyðilagðist í eldsvoða á sunnudag. Eigandi fyrirtækisins telur kveikt hafi verið í húsnæðinu. Lögreglan rannsakar eldsupptök og reynir gögnum af lítt bráðnuðu minniskorti öryggismyndavélar.

Frumflutt

17. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir