Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 10. apríl 2024

Forsætisráðherra flytur Alþingi í dag yfirlýsingu ríkisstjórnar sinnar þar sem stefna stjórnarflokkanna verður áréttuð og rædd. Formaður Flokks fólksins undirbýr vantrauststillögu á ríkisstjórnina alla.

Leysa þarf úr deilum um fjármögnun þjónustu við fatlað fólk, mati formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Um tvö hundruð ungir fatlaðir einstaklingar eru á hjúkrunarheimilum vegna úrræðaleysis.

Neyðarástand er enn í suðurhluta Rússlands vegna mikilla flóða. Þúsundir hafa hrakist heiman. Sjaldgæf mótmæli gegn stjórnvöldum brutust út fyrr í vikunni.

Norrænir fjölmiðlar hafa tekið tugi greina eftir danskan blaðamann úr birtingu vegna rangfærslna og ritstuldar. Jótlandspósturinn krefur hann um skaðabætur.

Stór vettvangur til kynna og spila íslenska tónlist er horfinn í bili. Þar sem ekki er hægt spila íslenska tónlist sem heyrir undir Öldu music á samfélagsmiðlinum Tiktok.

Starfsmaður nýlistasafns í München í Þýskalandi var rekinn fyrir setja eigið verk á sýningu.

Forsetahjónin heimsóttu Grindavík í morgun á 50 ára kaupstaðarafmæli. Forseti segir Grindvíkinga kjarkmikla en raunsæja um leið.

Frumflutt

10. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir