Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja þjófa sem brutust inn í bíl frá öryggisfyrirtæki í Kópavogi í gær og höfðu á brott með sér hátt í þrjátíu milljónir króna. Lögreglufulltrúi man ekki eftir að álíka máli.
Óttast er um afdrif minnst 20 manns, eftir að brú hrundi í Baltimore í Bandaríkjunum í nótt. Gámaflutningaskip hafði hafnað á einni undirstöðu hennar. Vatnið í ánni fyrir neðan er aðeins sex gráðu heitt.
Verðbólgan jókst á milli mánaða og mælist nú 6,8%. Húsnæði og matur vega hvað þyngst í hækkuninni. Forseti ASÍ segir að vextirnir séu farnir að næra verðbólguna.
Árásir Ísraelshers á Gaza hafa haldið áfram þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi ályktað um tafarlaust vopnahlé í gær. Lektor við HÍ segir