Sýknudómur í hryðjuverkamálinu í gær verður ekki til þess að hættustig vegna hryðjuverka verði lækkað. Hættustigið var hækkað þegar málið kom upp en yfirmaður hjá Ríkislögreglustjóra segir fleiri þætti koma til en þetta einstaka mál.
Formaður lögmannafélagsins segir ekkert því til fyrirstöðu að fólk, sem sakborningar í hryðjuverkmálinu ræddu sín á milli um að vinna mein, leggi sjálft fram kæru á hendur mönnunum.
Bilið í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og VR hefur minnkað en samningamönnum SA hugnast ekki ummæli á heimasíðu VR um að verkbann