Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 4. mars

Gazabúar svelta og þörf er á vopnahléi strax, segir varaforseti Bandaríkjanna. Gagnrýni varaforsetans á Ísrael í ræðu í gær var með því hvassasta sem komið hefur frá bandarískum stjórnvöldum. Vopnahlé fyrir föstumánuð múslima er enn í myndinni.

Dómsmálaráðherra mælir á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um breytingar á útlendingalögum. Markmið frumvarpsins er fækka þeim sem koma hingað í leit hæli og draga úr kostnaði.

Starfsfólk VR á Keflavíkurflugvelli starfar við fyrirkomulag sem þekkist ekki lengur á íslenskum vinnumarkaði, segir formaður VR sem fundar með trúnaðarmönnum í Leifsstöð í kvöld. Leiðrétta þurfi samninga þeirra.

Engin niðurstaða hefur fengist vegna kvartana yfir kosningum í Söngvakeppninni um helgina; mikillar óánægju gætti með kosningaapp RÚV í kjölfar úrslitanna á laugardag. Ekki er búið svara fyrirspurn höfundar lags Bashar Murad efnislega en hann fer fram á sjálfstæða rannsókn á framkvæmd kosninganna.

Frakkar verða líkindum fyrsta þjóð heims til festa rétt til þungunarrofs í stjórnarskrá. Franska þingið greiðir atkvæði um stjórnarskrárbreytingu á sameiginlegum fundi í dag.

Undirskriftasöfnun er hafin gegn uppstokkun í stjórnun skóla í Fjarðabyggð. Kennari í Grunnskóla Reyðarfjarðar segir fólk slegið og dæmi vera um starfsfólk hafi sagt upp.

Tilkynntum kynferðisbrotum til lögreglu fækkaði í fyrra miðað við meðaltal síðustu þriggja ára á undan. Verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra segir vísbendingar um brotum fari fækkandi. Tæplega helmingur þolenda var börn, eða undir átján ára.

Handboltaþjálfarinn Alfreð Gíslason hefur framlengt samning sinn við þýska karlalandsliðið til ársins 2027 því gefnu liðinu takist tryggja sér sæti á Ólympíuleikum í París í sumar.

Frumflutt

4. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir