Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 24. mars 202

Fjöldi fólks leitar í örvæntingu ástvinum sem ekki hefur spurst til eftir hryðjuverkaárásina í Rússlandi á föstudagskvöld. Aðeins hefur tekist bera kennsl á 50 af þeim 133 sem hafa fundist látin.

Rúmlega milljón Úkraínumanna eru án hita og rafmagns eftir eldflauga- og drónaárásir Rússa í nótt. Pólverjar krefja Rússa skýringa á því eldflaug hafi farið inn fyrir lofthelgi landsins.

Formaður Verkalýðsfélagsins Framsýnar gagnrýnir áhugaleysi þingmanna kjördæmisins á flugsamgöngum milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja verður hætt um mánaðamótin

Hraunstraumur sem er á hægri ferð Grindavíkurvegi hefur ekki hreyfst mikið úr stað frá því í gær. Svipaður gangur er í gosinu. Vinnu við hækkun vargarða norðan við Grindavík verður framhaldið á morgun.

Sveitarfélögin Ölfus og Hveragerðisbæ greinir á um framkvæmdir við leiksskóla sem þau reka í sameiningu. Bæjarstjóri Ölfus segir útfærslu framkvæmda ákveðna án samráðs.

Aldarfjórðungi eftir loftárásir NATO á Serbíu stendur til færa tengdasyni Donalds Trump lóðir í landinu endurgjaldslaust til reisa þar lúxus-hótel og íbúðir. Á lóðunum eru húsarústir eftir loftárásirnar, sem Serbar líta á sem minnisvarða.

Keflavík varð í gær tvöfaldur bikarmeistari í körfubolta.

Frumflutt

24. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir