Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 23. mars 2024

Hundrað og fimmtán hið minnsta voru drepin í hryðjuverkaárás á tónleikum í Moskvu í gærkvöld og rússnesk yfirvöld telja mun fleiri séu látin. Ellefu hafa verið handtekin, hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki segjast hafa framið ódæðið.

Formaður atvinnuveganefndar segir breytingar á nýsamþykktum búvörulögum hafi ekki verið það miklar hægt flokka það sem nýtt frumvarp. Hann óttast ekki einokun á markaði og segir breytingarnar bæði bændum og neytendum til hagsbóta.

Mörg snjóflóð hafa fallið síðustu daga og fólk er varað við því ferðast um brattlendi vegna fannfergis. Björgunarsveitir sinntu mörgum verkefnum síðasta sólarhringinn. Vonast er til þess Holtavörðuheiði verði opnuð eftir hádegi.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur frestað fram yfir helgi greiða atkvæði um nýja tillögu um vopnahlé á Gaza.

Forstjóri Bankasýslunnar fer yfir greinargerð bankaráðs Landsbankans vegna kaupanna á TM tryggingum og hyggst ekki tjá sig um málið sinni. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir málið óheppilegt.

Mýs ógna lífríki afskekktrar eyju í suðurhöfum. Þær leggjast meðal annars á unga einnar stærstu fuglategundar veraldar.

Það ræðst síðdegis og í kvöld hvaða lið verða bikarmeistarar í körfubolta bæði í karla- og kvennaflokki. Keflvíkingar geta unnið tvöfalt.

Frumflutt

23. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir