Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 17. desember 2023

Utanríkisráðherra Frakklands krafðist í morgun tafarlauss og viðvarandi vopnahlés á Gaza. Hún sagði þetta á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Ísraels, en hann segir slíkt vera gjöf til Hamas-samtakanna.

Forseti Rússlands boðar byggingu nýrrar herstöðvar við landamæri Finnlands, til bregðast við inngöngu landsins í NATO. Hann vísar því þó á bug hann ætli sér ráðast inn í NATO-ríki.

Forstjóri Icelandair telur ekkert annað í myndinni en lögbann verði sett á verkfall flugumferðastjóra. Hann segir líkurnar aukast á því fólk komist ekki leiðar sinnar fyrir jól. Enginn fundur hefur verið boðaður milli deiluaðila.

Bláa lónið opnar nýju í dag, eftir hafa verið lokað í meira en mánuð vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Opnun lónsins er háð skilyrðum lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Meira en sextíu er saknað eftir bátur með flóttafólk sökk undan ströndum Líbíu, á leiðinni frá Afríku yfir hafið til Evrópu.

Sóknargjöld í Árnessókn standa ekki undir viðhaldi á kirkjunni, sem er mikið ryðguð og þarfnast kostnaðarsamra viðgerða.

Frumflutt

17. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir