Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 06. apríl 2023

Tjón á innbúi og fasteignum vegna snjóflóða í Neskaupstað nemur um 150 milljónum króna. Matsgerðir voru kynntar íbúum í gær.

Efling riðuvarna kostar minna til lengri tíma litið en niðurskurður fjár með reglulegu millibili. Þetta segir formaður deildar sauðfjárbænda. Niðurskurður riðuveiks fjár frá Bergsstöðum í Miðfirði hófst í gær.

Talsmaður rússneskra stjórnvalda segir Kínverja ekkert hafa um það segja hvort Rússar láti af innrás sinni í Úkraínu. Frakklandsforseti sagði við forseta Kína í dag, hann treysti á hann, til þess koma vitinu fyrir Rússa vegna stríðsins.

Maður sem átti fljúga heim frá Danmörku með Nice air eftir helgi hefur þurft endurbóka öll sín ferðalög sjálfur. Hann hefur ekki fengið neinar upplýsingar um hvort hann fái auka tilkostnað bættan.

Útgerðarkona hefur staðið í stappi við ríkið árum saman. Rukkanir vegna vitagjalds og skipagjalds hafa ekki verið sendar á hana heldur elsta soninn.

Viðey er krökk af krökkum og fullorðnum sem leita þar páskaeggja - við lítum þar við síðar í fréttatímanum

Mikil spenna var í viðureign Keflavíkur og Tindastóls í úrslitakeppni úrvalsdeildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Framlengingu þurfti til knýja fram úrslit.

Frumflutt

6. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir