Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 8. október 2024

Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina áfram vinna samkvæmt þingmálaskrá og vera sammála um setja efnahagsmálin í forgang. Engin ákvörðun hafi verið tekin um kjördag.

Yazan Tamimi og fjölskylda hans fengu í morgun alþjóðlega vernd á Íslandi. Lögmaður þeirra fagnar þessu og segir fjölskyldan glöð með þessa niðurstöðu.

Móðir tíu ára stúlku sem var ráðinn bani í síðasta mánuði, segir andlát hennar hafi verið ófyrirsjáanlegur atburður, og kennir handónýtu geðheilbrigðiskerfi um. Heilbrigðisráðherra telur geðheilbrigðismál ekki hafa verið vanrækt.

Fyrsta opinbera heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta Íslands hófst í Kaupmannahöfn í morgun. Friðrik konungur varð fyrsti danski þjóðhöfðinginn sem heimsækir Jónshús.

Nítján ára karlmaður sem dæmdur var í tólf ára fangelsi fyrir hafa banað 27 ára manni fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl í fyrra er laus úr fangelsi.

Hafnfirðingar hafa áhyggjur af umhverfisáhrifum, jarðhræringum og áhrifum á fasteignaverð gangi áform fyrirtækisins Carbfix um umfangsmikla niðurdælingu koltvísýrings við Straumsvík eftir. Fjölmennur íbúafundur var í gærkvöld.

Sprungur eru komnar í steypta turna sem bera uppi brúna yfir Jökulsá á Fjöllum á þjóðvegi eitt og gera þarf við þá eða styrkja. Vegagerðin telur mögulega hafi verið mistök leyfa flutning á þungum krana yfir brúna í sumar

Bændur á Norðurlandi þurfa sumir treysta á góðan heyfeng í nærsveitum. Kalskemmdir í túnum valda því ekki eiga allir hey fyrir veturinn

Frumflutt

8. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir