Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 4. október 2024

Til greina kemur Ísland hætti veita flóttamönnum frá Úkraínu sjálfkrafa vernd á Íslandi og fylgi þar með fordæmi Norðmanna. Þetta segir dómsmálaráðherra.

Ísraelsmenn hafa haldið áfram árásum í Beirút og lokað aðalflóttaleiðinni til Sýrlands. Khamenei erkiklerkur í Íran segir eldflaugaárásirnar á Ísrael lágmarksrefsingu og heitir því halda baráttunni áfram.

Þjóðgarðsvörður á Hornafirði brýnir fyrir íshellafyrirtækjum fara eftir reglum þjóðgarðsins. Leiðsögumenn séu of oft staðnir því brjóta reglur um öryggisbúnað. Þjóðgarðurinn hefur kært til lögreglu aðfarir við bræða og saga jökulinn til breyta íshellum.

Dregist hefur taka skýrslur í Samherjamálinu vegna vandkvæða við í fólk. Rannsóknin er þó langt komin.

Tollar á kínverska rafbíla snarhækka í Evrópu. Þetta samþykkti meirihluti Evrópusambandsríkja í morgun.

Landsfundur Vinstri grænna hefst í dag með opnunarávarpi fráfarandi formanns. Nýr formaður verður kjörinn á morgun og enn hefur Svandís Svavarsdóttir ein gefið kost á sér.

September hefur ekki verið eins kaldur á landsvísu frá árinu 2005. Í samantekt Veðurstofu Íslands segir meðalhiti í Reykjavík hafi verið 6,9 stig og á Akureyri 5,6 stig.

Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum reyna hvað þeir geta til hylli kjósenda í sveifluríkjunum. Kamala Harris leggur áherslu á umræðu um þungunarrof en Donald Trump sakar demókrata enn um kosningasvindl fyrir fjórum árum.

Frumflutt

4. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir