Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 30. september 2024

Ísraelsmenn gerðu árás á miðborg Beirút í morgun, í fyrsta sinn í 18 ár. Þrír úr frelsishreyfingu Palestínu voru drepnir í árásinni. Yfir 700 hafa látið lífið í árásum Ísraels á Líbanon undanfarna viku og yfirvöld þar óttast yfir milljón missi heimili sín.

Bakgrunnur og félagsleg staða hefur meiri áhrif en áður á námsgetu barna. Þetta kom fram á Menntaþingi í dag. Færri kennaramenntaðir skila sér í kennslu í grunnskólum en fjölgar sem millistjórnendum.

Viðskiptastríð gæti verið í uppsiglingu milli Evrópusambandsins og Kína fari svo tollar verði settir á kínverska rafmagnsbíla sem fluttir eru til Evrópu. Ákvörðun um þetta verður líkindum tekin í Brussel á föstudag.

Efling ætlar boða til verkfallsaðgerða ef ekki nást samningar við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu í dag. Helsta krafa Eflingar er mönnunarvandi á hjúkrunarheimilum verði leystur.

Leit heitu vatni í Skagafirði hefur loks borið árangur. Þar hefur fundist heitt vatn sem dugir fyrir um fimm hundruð heimili og verður tengt inn í hitaveitu fyrir veturinn.

Ferðaþjónustufyrirtæki á Hornafirði verða af tekjum ef engar íshellaferðir verði leyfðar í október vegna banaslyss sem varð í sumar. Ferðamenn eiga pantaðar ferðir frá og með morgundeginum.

Frumflutt

30. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir