Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 28. september 2024

Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah-samtakanna, féll í loftárás Ísraelshers á Beirút í Líbanon í nótt. Þetta var staðfest í morgun. Lát hans er talið auka mjög líkur á stigmögnun átaka í Miðausturlöndum.

Það skýrist á mánudag hvort Efling hefji undirbúning verkfalls á hjúkrunarheimilum. Formaður félagsins segir bæta þurfi mönnun til létta álagi af starfsfólki.

Dómsmálaráðherra gagnrýnir vinnumansal og misneytingu á erlendu vinnuafli á íslenskum vinnumarkaði. Hún segir ekki hægt bregðast við nema atvinnurekendur láti í sér heyra.

Engin augljós hjáleið er til staðar, ef Reykjanesbraut lokast vegna hraunrennslis, sem annar umferðinni sem fer um brautina á degi hverjum.

Í dag eru þrjátíu ár síðan eistneska farþegaferjan Estonia sökk í illviðri á Eystrasalti.

Á stötta hundrað hross hafa verið rekin til réttar í Laufskálarétt, þekktustu stóðrétt landsins. Fólk er hinsvegar mun fleira en fénaður í þessari rétt. Réttarstörf hefjast um eittleytið.

Keflvíkingar gætur lyft þremur bikurum í dag ef allt gengur upp hjá suðurnejsamönnum. Körfuboltaveríðin hefst formlega og þá er leikið um laust sæti í Bestudeild karla í fótbolta.

Frumflutt

28. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir