Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 23. september 2024

Yfirvöld í Líbanon segja eitt hundrað hafi verið drepnir og yfir 400 hafi særst í loftárásum Ísraels á landið í morgun. Börn, konur og sjúkraflutningamenn eru meðal látinna.

Búist er við Zelensky Úkraínuforseti birti bandarískum starfsbróður sínum áætlun á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag um hvernig Úkraínumenn geta unnið stríðið við Rússa.

Formaður Grindavíkurnefndarinnar segir til skoðunar byggja fljótgerð hús fyrir þá Grindvíkinga sem ekki hafa fengið varanlegt húsnæði. Meirihluti þeirra vilji vera áfram á Suðurnesjum.

Landhelgisgæslan er í könnunarflugi yfir Vestfjörðum til ganga úr skugga um þar séu ekki fleiri hvítabirnir. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum segir flugið varúðarráðstöfun og aðstæður góðar til leitar.

Þýski jafnaðarmannaflokkurinn, SPD, þykir hafa sloppið með skrekkinn í kosningunum í Brandenburg í gær, með naumum sigri yfir hægri-harðlínuflokknum AfD. Stór hluti kjósenda sagðist hafa valið jafnaðarmenn eingöngu til koma í veg fyrir uppgang AfD.

Hreyfingar á loðnu tengjast öllum líkindum loftslagsbreytingum, sögn norrænna vísindamanna. Þeir telja ólíklegt loðnan hverfi af hafsvæðinu við Ísland í náinni framtíð.

Hreindýr voru felld mun norðar á Austurlandi en áður á nýafstöðnu veiðitímabili. Veiðin gekk vel, þrátt fyrir rysjótta tíð.

Frumflutt

23. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir