Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 20.júní 2023

Þingflokksformaður Miðflokksins sakar matvælaráðherra um pólitískan ásetning í hvalveiðimálinu. Matvælaráðherra segir Miðflokkinn grafa undan pólitísku trausti. Umræða um vantraust á matvælaráðherra stendur sem hæst á Alþingi.

Veðmálahneyksli skekur breska Íhaldsflokkinn, aðeins örfáum vikum fyrir kosningar. Kosningastjóri flokksins er farinn í leyfi og einn úr lífvarðasveit forsætisráðherrans var handtekinn.

Tekjur af erlendum ferðamönnum jukust talsvert milli ára. Gistinóttum á íslenskum hótelum hefur engu síður fækkað.

Bændur geta sótt um bætur til Bjargráðasjóðs ríkisins vegna kaltjóns í túnum sem komu í ljós í vor. Óvíst er hve miklu ríkið bætir í sjóðinn vegna vetrarveðursins sem gekk yfir í júní.

Fólk sem notar farsíma undir stýri treystir sjálfu sér mun betur til þess en samborgurunum. Rúmlega 56 prósent ökumanna kannast ekki við akstursstillingu í símanum.

Eldisfyrirtækið Kaldvík ræður fólk til starfa við laxeldi í Seyðisfirði þó enn óvíst hvort sjókvíaeldi verði leyft í firðinum.

Skylt verður hengja Boðorðin 10 á áberandi stað í öllum skólastofum Louisiana-ríkis í Bandaríkjunum, þegar nýsamþykkt lög taka gildi. Borgaraleg samtök segja þetta brot á stjórnarskránni.

Þjálfari karlaliðs KR í fótbolta var rekinn í morgun eftir aðeins nokkra mánuði í starfi.

Frumflutt

20. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

<