Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 31. janúar 2024

Utanríkisráðherra Breta segir þarlend stjórnvöld reiðubúin viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Bretar hafa löngum talað fyrir tveggja ríkja lausn Palestínu og Ísraels. Sex vikna vopnahlé á Gaza er til skoðunar, sem fæli í sér frelsun gísla.

Veðurstofan telur líklegt kominn tími á snarpan Brennisteinsfjallaskjálfta. Engar mælingar benda til kvika safnast þar saman.

HS Veitur vilja Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Eyjum vegna meintra vanefnda og brostinna forsendna í rekstri vatnsveitunnar. Bæjaryfirvöld segja fyrirtækið reyna koma sér undan lögboðnum skildum.

Utanríkisráðherra var ósáttur við spurningar þingmanna þegar hann mætti á fund stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Þingmaður Pírata segir ráðherra hafi leikið skollaleik

Eins prósents lækkun vaxta á 35 milljóna króna óverðtryggðu láni, gætu verið ígildi 40 til 50 þúsund króna launahækkunar, segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Peningastefnunefnd Seðlabankans kemur saman til fundar í næstu viku.

Búist er við átakafundi í Brussel á morgun, þegar leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins koma þar saman. Stóra málið er fjárhagsstuðningur við Úkraínu, sem Ungverjar hafa staðið í vegi fyrir en líklegt er fjölmenn mótmæli bænda víða um Evrópu setji einnig sitt mark á dagskrána.

Stanley Cup, drykkjarmálin sem gert hafa neytendur trítilóða í Bandaríkjunum undanförnu, virðast ekki öll þar sem þau eru séð. Grunur hefur vaknað meðal netverja, um málin séu menguð af blýi.

Frumflutt

31. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir