Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 19. desember 2023

Dregið hefur úr virkni eldgossins við Sundhnúksgíga á Reykjanesskaga, frá því sem var við upphaf þess í gærkvöld. Virknin hefur mestu einangrast við miðbik sprungunnar.

Innviðir á Reykjanesskaga eru ekki taldir í bráðri hættu af völdum eldgossins eins og staðan er núna. Orku- og dreifingarfyrirtæki funda um stöðu mála og fylgjast með framvindunni.

Forsætisráðherra er þakklát fyrir rýming Grindavíkurbæjar hafi enn verið í gildi þegar fréttir bárust af eldgosinu í gærkvöld. Ekki er talið tímabært taka afstöðu til varnargarða um Grindavík.

Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir það létti