Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 15. nóvember 2023

Enn eru taldar miklar líkur á eldgosi nærri Grindavík. Kvikuflæðið er mest inn í ganginn við Sundhnúk. Kvikan liggur grunnt og er ekki á meira dýpi en fimm hundruð metrum.

Langar bílaraðir eru við lokunarpósta á Suðurstrandarvegi þar sem Grindvíkingum sem búa í völdum götum er hleypt inn í bæinn til sækja eigur sínar.

Verðmæti vátryggðra eigna er 150 milljarðar króna. Formaður Náttúruhamfaratryggingar Íslands segir sjóðinn standa sterkt og geta staðið undir altjóni. slíku tjóni.

Þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga var opnuð í hádeginu í gamla Tollhúsinu í Reykjavík.

Grindvíkingur gagnrýnir boð banka og lífeyrissjóða um frysta húsnæðislán bæjarbúa. Það verði til þess fólk missi heimili sín til þeirra í stað eyðileggingar.

HS veitur hafa ekki komist til stærri viðgerða í Grindavík þar sem þær kalla á mikinn mannskap, tæki og geta tekið langan tíma. Liðsauki frá öðrum veitufyrirtækjum er til taks ef þörf krefur.

Ísraelskir hermenn náðu í morgun yfirráðum yfir hluta Al-Shifa, stærsta spítalans á Gaza. Markmið þeirra er leysa upp bækistöðvar Hamas-samtakanna, sem herinn fullyrðir séu undir spítalanum.

Staða Úkraínuhers gegn innrás Rússa hefur vænkast nokkuð eftir hafa náð fótfestu á austurbakka Dnipro-fljóts.

Bresk yfirvöld mega ekki senda hælisleitendur til Rúanda til ljúka umsóknarferli sínu þar, samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar Bretlands. Forsætisráðherra Breta segir þetta vonbrigði og íhugar næstu skref.

Frumflutt

15. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir