Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 27. október 2023

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun úr gildi, á þeim forsendum virkjunarleyfi hafði þegar verið ógilt. Formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða segir ákvörðun nefndarinnar ekki hafa komið á óvart.

Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af bæði Ísraelsher og Hamas hafi framið stríðsglæpi síðustu vikur. Sífellt fleiri íbúar Gaza líða matarskort. Mótmælt var vegna stríðsástands í Palestínu fyrir framan ráðherrabústaðinn í morgun.

Næststærsti skjálfti sem orðið hefur í núverandi jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga varð rétt eftir fjögur í nótt og var fjórir stærð. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir engin merki um gosóróa og heldur ekki skýr merki um myndun kvikugangs.

Umfangsmikil leit stendur enn yfir í Maine í Bandaríkjunum manni sem grunaður er um fjöldaskotárás í fyrradag.

Dómsmálaráðherra tekur athugasemdir eftirlitsstofnunarinnar GRETA, um stöðu fórnarlamba mansals á Íslandi, alvarlega og skipa eigi starfshóp.

Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga krefst þess Fjarðabyggð bæti afkomu sína á næsta ári. Allir helstu skattar eru í hámarki í sveitarfélaginu nema fasteignagjöld af íbúðarhúsnæði.

Kona með taugahrörnunarsjúkdóminn SMA Spinal segir það breyta öllu fyrir sjúklinga lyfið Spinraza sem notað er til meðhöndlunar við sjúkdómnum hafi verið samþykkt fyrir fullorðna hér á landi.

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á fyrir höndum erfiðan leik gegn Danmörku í Þjóðadeild Evrópu á Laugardalsvelli í kvöld.

Frumflutt

27. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir