Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 5. maí 2024

Kjarafundur í deilu Sameykis og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins við Isavia stendur yfir. Náist ekki samkomulag hefst ótímabundið yfirvinnu- og þjálfunarbann á fimmtudag.

Viðræður um vopnahlé á Gaza halda áfram í dag. Hamas-samtökin vilja ákvæði um endalok stríðsins. Ísraelsmenn ætla ekki taka beinan þátt í viðræðunum fyrr en lausn gísla Hama er yfirvofandi.

Kvika í hólfinu undir Svartsengi er orðin tólf milljón rúmmetrar. Dregið gæti til tíðinda við gosstöðvarnar á allra næstu dögum, sögn náttúruvársérfræðings.

Minnst 66 eru látnir og 101 saknað eftir mikil flóð og aurskriður í suðurhluta Brasilíu. Tugir þúsunda hafa þurft yfirgefa heimili sín.

Sumarlokanir hjá SÁÁ eru óhjákvæmilegar vegna sumarleyfa starfsfólks og eldri samninga við ríkið. Það er tími til kominn endurskipuleggja starfsemina segir formaður samtakanna.

N-listI nýrrar sýnar hlaut meirihluta í kosningum til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. Íbúi á níræðisaldri gekk sextán kílómetra leið á kjörstað til mótmæla virkjunaráformum í friðlandi í Vatnsfirði.

Frumflutt

5. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir