Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 30. desember 2023

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ráðleggur íbúum Grindavíkur frá því dvelja í bænum. Áfram eru auknar líkur á eldgosi norðan við bæinn. Fyrirvarinn gæti verið minni en áður þegar horft er til jarðskjálftavirkni.

Rússar segja þrír séu látnir eftir loftárásir Úkraínumanna í morgun á rússnesk skotmörk. Búið er staðfesta þrjátíu og fjögur dauðsföll í árásum Rússa í gær

Nokkrir virkjanakostir Landsvirkjunar eru langt komnir í undirbúningi og gætu framkvæmdir hafist á næstu misserum. Þrjú ár eru þangað til viðbótarorka færi skila sér til notenda.

Á þremur árum hefur þeim ungmennum sem grunuð eru um aðild morðum eða banatilræðum í Svíþjóð meira en tvöfaldast.

Bóksala fyrir jólin gekk vel og fór fram úr væntingum bókaútgefenda. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda segir söluna hafa dreifst nokkuð vel á alla flokka, en íslenska skáldsagan hafi sem fyrr komið sterk inn í aðdraganda jóla.

Áramótunum fylgir gjarnan mikil neysla og flugeldasprengingar. Allt hefur það sín áhrif á umhverfið. Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til finna nýjar og umhverfisvænni leiðir til fagna áramótunum.

Frumflutt

30. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir