Grannt verður fylgst með verðbreytingum olíufélaganna um áramótin, þegar olíugjald fellur niður. Sviðsstjóri hjá Alþýðusambandi Íslands segir mikilvægt að verðlækkun skili sér að fullu til almennings.
Tálknafjörður hefur verið rafmagnslaus frá því á öðrum tímanum í nótt. Viðgerð stendur yfir og varaaflsvélar eru á leið frá Reykjavík. Orkubússtjóri veit ekki hvenær rafmagnið kemur á aftur.
Rússneskir togarar geta haldið áfram að veiða í færeyskri lögsögu á nýju ári, samkvæmt framlengingu á umdeildu samkomulagi þjóðanna. Tvö útgerðarfyrirtæki eru undanþegin samkomulaginu vegna gruns um njósnastarfsemi.
Loftgæði er það orð sem Íslendingar leituðu oftast að í leitarvél Google í ár. Mæðgurnar Vigdís Finnbogadóttir og Ástríður Magnúsdóttir eru meðal þeirra sem fólk sótti sér oftast upplýsingar um.
Við tökum stöðuna á flugeldasölu og undirbúningi áramótabrenna í fréttatímanum. Búast má við hægviðri þegar nýtt ár gengur í garð og reykur af flugeldum gæti setið eftir með tilheyrandi mengun.
Það tekur árið 2026 tuttugu og sex tíma að ganga í garð um allan heim. Afskekkt Kyrrahafseyja fagnaði árinu fyrst, klukkan tíu í morgun.