Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 14. mars 2024

Íslendingur sem Interpol lýsti eftir í gær er talinn tengjast smygli á nokkrum tugum kílóa af amfetamíni með Norrænu í fyrra. Þetta er annar Íslendingurinn á skömmum tíma sem lýst er eftir vegna rannsóknar á umfangsmiklu fíkniefnamáli.

Um hundrað og fimmtán þúsund launþegar á almennum vinnumarkaði hafa samið um kaup sín og kjör næstu fjögur árin. Þetta eru rúmlega sextíu prósent launþega í landinu. VR skrifaði undir samning við SA seint í gærkvöld.

Oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum eru óánægðir með framgöngu formanns Sambands sveitarfélaga í kjaraviðræðum og segja hugmyndir um gjaldfrjálsar skólamáltíðir ekki hafa verið ræddar í stjórn. Formaðurinn vísar