Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 22. janúar 2024

Kaup á eignum Grindvíkinga er meðal þess sem er til skoðunar við ríkisstjórnarborðið en stíf fundahöld hafa verið í ráðherrabústaðnum í morgun. Ráðherrar ræða aðgerðirnar nánar strax eftir hádegi.

Stefnt er á koma rafmagni á allan Grindavíkurbæ í dag. Fulltrúar Landsnets og pípulagningamenn eru störfum í bænum.

Formaður Flokks fólksins ætlar leggja fram vantrauststillögu á matvælaráðherra þegar þing kemur saman í dag. Matvælaráðherra segir ekki tilefni til sérstakra aðgerða af hennar hálfu vegna álits umboðsmanns.

Formaður Solaris segir orðræðu utanríkisráðherra á Facebook um liðna helgi jaðra við vera hatursorðræða. Orð ráðherra ýti undir andúð í garð flóttafólks.

Aðeins tveir frambjóðendur eru eftir í forvali Repúblíkana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, eftir Ron DeSantis dró sig úr baráttunni. Nikki Haley og Donald Trump etja kappi í forvali í New Hampshire á morgun.

Innviðaráðherra hefur boðað sveitarstjórnum lækkun á framlagi úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga í kjölfar dóms þar sem ríkinu er gert greiða Reykjavíkurborg vangoldin framlög úr sjóðnum. Formaður sambands íslenskra sveitarfélaga er ekki sammála því taka þurfi fjármunina úr jöfnunarsjóði.

Maður sem var handtekinn á Akureyri tólfta janúar var virkur í samtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki, samkvæmt upplýsingum sem lögregla fékk. Lögregla gefur hvorki upp hversu virkur hann var hvort hann hafi verið eftirlýstur.

Utanríkisráðherrar ESB-ríkjanna þrýsta á stjórnvöld í Ísrael ljá máls á viðræðum um sjálfstætt ríki Palestínumanna á fundi þeirra sem stendur yfir í Brussel. Utanríkisráðherrar Ísraels og Palestínu eru meðal gesta á fundinum.

Frumflutt

22. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir