Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 28. nóvember 2023

Vatnslögn til Vestmannaeyja er mikið skemmd og veruleg hætta á hún rofni. Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir í Eyjum, en ekki stendur til rýma bæinn. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir brýnt leggja nýja vatnslögn ekki síðar en næsta sumar.

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Palestínumenn ganga í gegnum eina erfiðustu tíma í sögu sinni. Talið er þrjú þúsund Palestínumenn hafi verið fangelsaðir síðan 7. október.

Opnað hefur verið fyrir atvinnustarfsemi í Grindavík milli sjö til fimm. Rúmlega tuttugu starfsmenn Þorbjarnar hf. pakka fiski til útflutnings.

Formaður Samfylkingarinnar segir niðurskurð í vaxta- og húsnæðisbótum bitna á þeim sem síst skyldi og líklegan til hafa áhrif á kjarasamninga.

Síðasta áætlunarflugferðin milli Keflavíkur og Akureyrar er í dag, en Icelandair bauð í sex vikur upp á tengingu milli alþjóðaflugvallar og landsbyggðarinnar. Forstjóri Icelandair segir framhaldið óráðið.

Skinney Þinganes gæti lent í vandræðum í vetur eftir Landsvirkjun lokar á rafmagn til fiskimjölsverksmiðja. Olíukatlar í bræðslunni á Hornafirði eru ónothæfir

Starfsfólk skíðasvæðanna er í startholunum en það sem af er vetri hefur hvergi verið opnað.

Frumflutt

28. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir