Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 06. nóvember 2023

Nærri tíu þúsund hafa fallið á Gaza frá því árásir Ísraelsmanna hófust þar fyrir tæpum mánuði sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas. Um 200 fórust í nótt. Yfirmenn stofnana Sameinuðu þjóðanna hvetja til vopnahlés.

Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga. Vísbendingar eru um kvika streymi hraðar í innskot undir norðvesturhorni Þorbjarnar. Engar skemmdir hafa orðið á búnaði HS Orku en reynt verður verja hitaveitulögn, sem liggur frá Svartsengi til Njarðvíkur. Almannavarnir boða upplýsingafund klukkan þrjú.

Forseti Úkraínu segir Bandaríkjamenn sogist inn í stríð við Rússa, láti þeir af stuðningi við Úkraínu. Hann býður Donald Trump koma í heimsókn til landsins, en Trump þykir sigurstranglegur fyrir forsetakosningar vestanhafs ári.

Formaður neytendasamtakanna tekur undir kröfu systursamtaka þeirra í Noregi um merkja skuli sýktan lax sem seldur er í verslunum. Engin hætta er þó á sýkingar berist úr fiski í fólk.

Raforkuskortur jók olíubruna og kolefnislosun í fiskimjölsverksmiðjum í fyrra og þurrkar út ávinning á rafbílavæðingu síðasta árs og gott betur. Þetta kemur fram í tölum frá hugveitunni Hellnaskeri.

Enn er óstaðfest hvað olli sprengingum sem heyrðust víða á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld. Talið er þær hafi orðið í Fellahverfi í Breiðholti þegar ungmenni fiktuðu með heimatilbúna flugelda.

Max Verstappen sigraði í Brasilíukappakstrinum í Formúlu eitt í gærkvöld. Þetta var sautjándi sigur hans á keppnistímabilinu og hefur hann átt betra tímabil en nokkur annar ökumaður í sögu Formúlu eitt.

Frumflutt

6. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir