Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 07. apríl 2023

Icelandair flýgur Airbus-vélum frá og með árinu 2025 ef viljayfirlýsing fyrirtækisins við Airbus gengur eftir. Forstjóri Icelandair segir samkomulagið sögulegt.

Óveður gengur yfir sunnan- og vestanvert landið og gular veðurviðvaranir eru í gildi. Innanlandsflugi hefur verið aflýst.

Bandaríska varnarmálaráðuneytið rannsakar öryggisbrot þar sem leyniskjölum um stuðning Bandaríkjanna og NATO við Úkraínu var lekið á samfélagsmiðla.

Dæmi eru um íslenskir læknanemar hafi flosnað upp úr námi vegna vandræða við greiða skólagjöld. Reglur um hámarkslán vegna skólagjalda hafa verið rýmkaðar.

Samkomulag hefur náðst um útflutning á korni frá Úkraínu.

Lestur Halldórs Haukssonar á Passíusálmunum hófst í hádeginu og stendur lestur fram eftir degi.

Línur eru farnar skýrast í úrslitakeppni kvenna í körfubolta og mikil spenna er á Masters risamótinu í golfi.

Frumflutt

7. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir