Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 29. desember 2025

Formaður Flokks fólksins segir ekki á döfinni gera breytingar á ráðherraskipan flokksins á ríkisráðsfundi á morgun. Hún fer með málefni allra þriggja ráðuneyta flokksins fram í miðjan janúar og segir tímapunktinn heppilegan.

Umfangsmiklar heræfingar af hálfu Kínverja standa yfir við Taívan. Hátt í níutíu kínverskar herflugvélar hafa sést við eyjuna, sem er það mesta á einum degi í tæpt ár.

Þrír erlendir ferðamenn eru alvarlega slasaðir eftir árekstur nærri Fagurhólsmýri á Suðurlandi í gær. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út vegna slyssins.

Skjólshús, nýtt úrræði í geðþjónustu, á opna á fyrri hluta næsta árs. Þar býðst skammtímadvöl fyrir fólk sem treystir sér ekki til vera heima vegna andlegra erfiðleika.

Forseti Úkraínu vill fund með embættismönnum frá Evrópu og Bandaríkjunum í Kyiv á næstu dögum. Hann segir aðgerðir Rússa ekki í samræmi við friðsama orðræðu forseta Rússlands í símtali við forseta Bandaríkjanna í gær.

Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu segir árásir Rússa um hátíðarnar hafa beinst gegn almennum borgurum og borgaralegum innviðum.

Ættingjar þeirra sem voru myrt í hryðjuverkaárás feðga á Bondi-ströndinni í Ástralíu vilja sérstök rannsóknarnefnd grafist fyrir um ástæður vaxandi gyðingahaturs í landinu.

Norski stórmeistarinn Magnus Carlsen varð í gær heimsmeistari í atskák í sjötta sinn.

Frumflutt

29. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,