Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 4. júlí 2024

128 missa vinnuna á Akranesi, í morgun var tilkynnt fyrirtækið Baader Skaginn 3X yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Formaður verkalýðsfélags Akraness segir þetta sorgardag.

Stórsigur breska verkamannaflokksins blasir við í kosningunum þar í dag. Við verðum í beinni frá kjörstað í Lundúnum.

Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ekki verði lögð vatnslögn til Vestmannaeyja í sumar. Íbúum ekki rótt með lögnina laskaða og treysti á mildan vetur.

Maðurinn sem framdi hryðjuverk í aðdraganda gleðigöngunnar í Osló fyrir tveimur árum var í dag dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Þetta er þyngsti fangelsisdómur í sögu Noregs.

Reykjavíkurborg hefur verið dæmd til þess greiða konu eina milljón króna í skaðabætur, vegna tafa á afgreiðslu á umsókn hennar um NPA-þjónustu. Konan beið í fimm ár eftir þjónustunni.

Bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði ætlar leggja fram tillögu um íbúakosningu um Coda Terminal-verkefnið í Straumsvík.

Viðræður um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar eru á lokametrunum. Búist er við hann verði kynntur á næstu dögum.

Frumflutt

4. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

<