Verðbólga í desember jókst umfram spár og mælist fjögur og hálft prósent. Verð hækkaði í flestum flokkum eftir tilboðsdaga í nóvember.
Forsætisráðherra fékk vitneskju um að auglýsa ætti stöðu skólameistara Borgarholtsskóla frá utanríkisráðherra.
Árásarmennirnir á Bondi-ströndinni í Ástralíu fyrir rúmri viku vörpuðu fjórum sprengjum á mannfjöldann. Engin þeirra sprakk. Fimmtán dóu í árásinni.
Mikið álag hefur verið á sjúkrahússinu á Akureyri síðustu daga og staðan þung á gjörgæslu. Blóðbankinn hvetur fólk til að gefa blóð fyrir jól. Safna þarf jafn miklum birgðum og venjulega á færri dögum vegna hátíðanna.
Breskt fyrirtæki hefur birt Samherja stefnu fyrir hönd ríkisfyrirtækis í Namibíu. Fyrirtækið krefur Samherja um 14 milljarða króna.
Gistiskýli í Reykjavík verða opin lengur ef þarf yfir vetrarmánuðina að sögn sviðstjóra velferðarsviðs. Húsnæðisvandi Samhjálpar verður til þess að kaffistofa þeirra verður ekki opin heimilislausum í vetur.
Dönsk stjórnvöld hafa brugðist hart við skipan sérstaks erindreka Bandaríkjanna í málefnum Grænlands.
Sendiherra Bandaríkjanna hefur verið kallaður á teppið.
Mikil reiði er meðal danskra stjórnvalda eftir að Bandaríkjaforseti skipaði sérstakan erindreka í málefnum Grænlands.