Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 14. ágúst 2023

Þriggja vikna stúlka og tólf ára drengur eru meðal þeirra sjö sem létust í loftárásum Rússa á Kherson-hérað í gær. Úkraínuforseti segir bruðgist veðri Glæpum Rússa verður svarað, segir . Rússar skutu fraktskipi á Svartahafi í morgun, í fyrsta sinn frá því þeir drógu sig úr samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu.

Það gengur ekki vísa réttindalausu fólki á sveitarfélögin, segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Málin hafi ekki verið hugsuð til enda, þegar útlendingalög tóku gildi.

Tillögur sem kynntar voru í morgun, til bæta þjónustu við börn með fjölþættan vanda, gætu sparað töluverðar fjárhæðir, segir barnamálaráðherra. Kostnaður við þær er fjórir og hálfur milljarður króna. 127 börn eru í þessum hópi.

Tveir eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um dreifingu á hatursboðskap gegn hinsegin fólki, eftir Gleðigönguna í Reykjavík. Regnbogafánar hafa verið skornir niður á nokkrum stöðum undanfarnar vikur.

Vantrauststillaga verður lögð fram á hendur formanni dómsmálanefndar sænska þingsins sem sagði nýverið íslam væru andlýðræðisleg trúarbrögð og Múhameð spámaður væri fjöldamorðingi.

Atvinnuleysi mældist 2,8 prósent í síðasta mánuði og hefur ekki verið minna í nærri fimm ár.

Búast við fentanýl verði notað í auknum mæli sem vímuefni hérlendis á næstu árum. Í Bandaríkjunum er ólöglegt fentanýli blandað deyfilyfi fyrir dýr, sem gerir efnið enn hættulegra. Þúsundir hafa látist þar í landi af neyslu þess.

Frumflutt

14. ágúst 2023

Aðgengilegt til

13. ágúst 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,