Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 11. ágúst 2023

Eldar sem lögðu vinsæla ferðamannaborg í rúst á Havaí í vikunni eru mestu náttúruhamfarir í sögu ríkisins. Minnst 55 fórust, hundruða er saknað og þúsundir misstu heimili sín.

Formaður Loftslagsráðs segir mikilvægt Ísland í fararbroddi við endurnýjun skipaflotans. Fyrirhugað losunargjald verði aðeins brotabrot af kostnaði og það hvetji til hægt verði afskrifa gömlu jálkana fyrr.

Nígeríski hælisleitandinn, Blessing Newton verður borin út úr húsnæði útlendingastofnunar eftir hádegið.

Ferðamálaráðherra kannast ekki við það stefnuleysi í skipulagi ferðaþjónustu sem forstjórar stóru flugfélaganna töluðu um í gær. Hún segir umfangsmiklar aðgerðir framundan sem verði í sátt og samlyndi við fólkið í landinu.

Skólastarf í Hagaskóla í Reykjavík frestast um tæpa viku vegna þess framkvæmdum þar hefur seinkað. Skólastjóri segir mikilvægast allt skólasamfélagið verði saman á ný.

Fjölmargir íbúar á Stokkseyri og Eyrarbakka mótmæla skerðingu á opnunartíma sundlaugarinnar á Stokkseyri í haust.

Þúsundir manna streyma til Dalvíkur þar sem Fiskideginum mikla verður fagnað í fyrsta sinn í þrjú ár.

Spánn og Svíþjóð eru komin í undanúrslit á Heimsmeistaramótinu í fótbolta.

Frumflutt

11. ágúst 2023

Aðgengilegt til

10. ágúst 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,