Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 19. júlí 2023

Erlendur ferðamaður var úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús eftir hafa hnigið niður við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga í gærkvöld.

Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð stjórn á gróðureldum við gosstöðvarnar. Hluti gígbarmsins hrundi í nótt og hraun flæðir til vesturs. Gönguleiðum verður lokað klukkan fimm í dag vegna versnandi veðurskilyrða.

Spár gera ráð fyrir miklum hita í Evrópu út júlí. Örtröð er á heilsugæslustöðvum á Ítalíu, þar sem hiti hefur farið yfir fjörutíu og fimm gráður.

Bandarískur hermaður sem er í haldi norðurkóreska hersins er talinn hafa flúið viljandi yfir landamærin frá Suður-Kóreu.

Verð á slægðum þorski hefur hækkað um ríflega hundrað krónur á stuttum tíma og hefur ekki verið hærra í rúma fimm mánuði.

Bandarískir ferðamenn hafa aldrei eytt jafn miklu hér á landi og í júní. Staða krónunnar og breyttar neysluvenjur hafa mikil áhrif, segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Húsleit var gerð á mánudag í tengslum við morðið á rapparanum Tupac Shakur. Rúmur aldarfjórðungur er frá því hann var skotinn til bana.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir landsliðskona Íslands í fótbolta er hætt leika með landsliðinu. Hún segir gott fyrir tapsára konu enda á sigri.

Frumflutt

19. júlí 2023

Aðgengilegt til

18. júlí 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,