Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 23. júní 2023

Margt virðist hafa farið úrskeiðis í Íslandsbanka þegar tuttugu og tveggja og hálfs prósents hlutur ríkisins í bankanum var seldur. Bankinn hefur fallist á greiða tæplega tólf hundruð milljóna króna sekt og ljúka málinu með sátt. Bankastjórinn segir þetta vera áfellisdóm yfir verklaginu en ætlar ekki láta af störfum.

Þingmenn Sjálfstæðisflokks gagnrýndu matvælaráðherra harðlega á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í morgun. Þeir efast um ákvörðun ráðherra um banna hvalveiðar tímabundið í samræmi við lög.

Enn bætist í hóp sérfræðinga sem efast um öryggi kafbátsins Titans sem fórst í vikunni. Einn stofnenda OceanGate sem átti kafbátinn vísar þessum ásökunum á bug.

Fulltrúi íbúa í íbúaráði Laugardals í Reykjavík segir hegðun starfsmanna á fundi ráðsins í síðustu viku hafa haft áhrif á samstarf íbúa í Laugardalnum og borgaryfirvalda. Hún segir það taki tíma endurvinna traustið.

Menningar- og jafnréttismálaráðherra Noregs sagði af sér embætti í morgun. Komið hefur á daginn ráðherrann skipaði vini sína og fólk tengt sér í stjórnunarstöður.

Næstu tvo mánuði verður unnið miklum grjótvörnum við Kárahnjúkastíflu og eins konar vélköngulær verða notaðar til koma fyrir öflugum girðingum.

Framkvæmdin kostar um 300 milljónir króna.

Frumflutt

23. júní 2023

Aðgengilegt til

22. júní 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,