Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 09. júní 2023

Utanríkisráðuneytið hyggst loka sendiráði Íslands í Moskvu. Sendiherra Rússlands á Íslandi hefur verið tilkynnt hann ekki velkomin hér á landi og sendiráðinu gert minnka umsvif sín.

Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir hagsmunir bænda hafi ráðið miklu um þá ákvörðun nefndarinnar framlengja ekki ákvæði um tollfrjálsan innflutning á landbúnaðarvörum frá Úkraínu. Fjármálaráðherra vildi halda tollfrelsinu, innviðaráðherra er á öndverðri skoðun.

Héraðssaksóknari hefur gefið út nýja ákæru í hryðjuverkamálinu svokallaða. Embættið telur sig hafa bætt úr þeim göllum sem héraðsdómur og Landsréttur töldu vera á fyrri ákærunni.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir styttast í Guðrún Hafsteinsdóttir verði ráðherra. Hún segist ekkert hafa heyrt frá formanninum.

Forseti Úkraínu gagnrýnir aðgerðaleysi alþjóðlegra hjálparsamtaka eftir Kakhovka-stíflan var sprengd. Hundruð þúsunda hafi ekki aðgang drykkjarvatni.

Hafrannsóknastofnun leggur til lítils háttar aukningu á þorskveiðum á næsta fiskveiðiári, en hátt í fjórðungs aukningu fyrir ýsu. Veiðiráðgjöf stofnunarinnar var kynnt í morgun.

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur gefið út ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þetta er í fyrsta sinn sem slík kæra er gefin út á hendur forseta.

Fyrirtæki sem hugðist rannsaka möguleika á nýta blóðvatn frá laxasláturhúsum gagnrýnir Umhverfissjóður sjókvíaeldis notaður til fjármagna lögbundin hlutverk Hafrannsóknastofnunar. Þrjár umsóknir frá HAFRÓ þurrkuðu upp sjóðinn í ár, hátt í 200 milljónir.

Frumflutt

9. júní 2023

Aðgengilegt til

8. júní 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,