Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 28. ágúst 2023

Umhverfisstofnun hefur sektað Costco um 20 milljónir króna vegna olíuleka frá bensínstöð félagsins. Þetta ein hæsta sekt sem stofnunin hefur beitt. Lögfræðingur segir afleiðingarnar hefðu getað orðið mjög miklar.

Enn vantar fjölda grunnskólakennara til starfa, en skólastarf er hafið. Formaður Félags grunnskólakennara telur verr gangi kennara en áður. Hlutfall leiðbeinenda án kennsluréttinda hefur hækkað.

Framkvæmdastjóri samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er ósammála því forsendur samgöngusáttmálans séu brostnar; byggja þurfi upp samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.

Stjórnarandstaðan í Eistlandi krefst afsagnar Kaju Kallas forsætisráðherra vegna viðskiptatengsla fyrirtækis eiginmanns hennar við Rússland.

Sextugur karlmaður í Svíþjóð hefur verið ákærður fyrir útvega hermálayfirvöldum í Rússlandi ýmsa tæknihluti. Hann gæti átt yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi.

Það er fáheyrt samstarfsflokkar í ríkisstjórn vinni beinlínis hver gegn öðrum, segir prófessor í stjórnmálafræði; í raun séu þrjár ríkisstjórnir í landinu.

Stjórn spænska knattspyrnusambandsins ræðir framtíð forseta sambandsins í dag. Móðir hans læsti sig inni í kirkju í morgun og ætlar svelta sig þar til árásum á son hennar linnir.

Þjálfari Víkinga segist aldrei á sínum ferli hafa séð annað eins og í aðdraganda leiksins við Breiðablik í gærkvöld, þegar Blikar ákváðu mæta seint á staðinn.

Frumflutt

28. ágúst 2023

Aðgengilegt til

27. ágúst 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,