Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 16. maí 2023

Tugir evrópskra þjóðarleiðtoga eru komnir hingað til lands til taka þátt í leiðtogafundi Evrópuráðsins í Hörpu, í dag og á morgun. Ólíklegt er Volodomyr Zelensky Úkraínuforseti á leið til landsins. Mikil öryggisgæsla er í miðborg Reykjavíkur og bílalestir þjóðarleiðtoganna setja töluverðan svip á líf íbúa höfuðborgarsvæðisins í dag.

Fjölmargar netárásir hafa verið gerðar á íslensku stjórnsýsluna í morgun. Rússneskur hópur, NoName057, segist vera á bak við árásirnar.

Rússar segjast hafa hæft vopna- og hergagnageymslur í loftárásum í nótt. Sérstakur erindreki Kínverja verður næstu tvo daga í Úkraínu kynna friðaráætlun sína fyrir Úkraínumönnum.

Atkvæðagreiðsla um stærri verkföll í kjarabaráttu BSRB hófst í dag. Allsherjarverkfall er þó ekki tímabært, segir framkvæmdastjóri BSRB. Enginn fundur hefur verið boðaður milli deilenda.

Forstjóri Lyfjastofnunar segir óeðlilegt almennt starfsfólk apóteka geti flett fólki upp í lyfjagátt. Einungis heilbrigðisstarfsólk eigi hafa upplýsingar um lyfjasögu og óútleyst lyf.

Annað árið í röð mætast Valur og Tindastóll í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta. Valur vann fjórða leikinn í einvígi liðanna á Sauðárkróki í gærkvöld.

Frumflutt

16. maí 2023

Aðgengilegt til

15. maí 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,