Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 26. maí 2023

Dæmi eru um mánaðarlegar afborganir af óverðtryggðu húsnæðisláni --hafi hækkað um á annað hundrað þúsund krónur á einu ári. Talsmaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir vandinn eigi eftir aukast.

Hjúkrunarfræðingur, sem er ákærður fyrir hafa orðið sjúklingi bana á geðdeild Landspítala, hafði unnið nítján vaktir á sextán dögum. Forstjóri spítalans segir aðstæður starfsfólks á deildinni hafi verið ófullnægjandi.

Tveir fórust og tuttugu og þrír særðust, þar af tvö börn, í árás á spítala í borginni Dnipro í Úkraínu í nótt. Rússlandsher gerði árásir víða.

Búast við krabbameinstilvikum fjölgi um rúmlega fimmtíu prósent til ársins 2040. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir nauðsynlegt bregðast við.

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun um mestallt land sem tekur gildi í kvöld. Mjög hvasst getur orðið á morgun.

Næstum 150 manns fengu ekki SMS-skilaboð Almannavarna í prófun sem gerð var í Neskaupstað á miðvikudag. Þetta er næstum því tíundi hver farsími í bænum.

Tvenn jarðgöng, undir Mikla­dal og Hálf­dán, eru helsta krafan við undirbúning sameiningar Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. Sveitarstjórinn á Tálknafirði segir vegakerfið á sunnanverðum Vestfjörðum ónýtt.

Fimmtíu og fimm ár eru síðan Íslendingar skiptu yfir í hægri umferð. H-dagurinn svokallaði var undirbúinn af mikilli kostgæfni.

Mikil eftirvænting er í Vestmannaeyjum. Eyjamenn geta tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta í kvöld.

Frumflutt

26. maí 2023

Aðgengilegt til

25. maí 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,