Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 21. júní 2023

Áfrýjunardómstóll í Svíþjóð dæmdi í dag Paolo Macchiarini í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir valda þremur sjúklingum alvarlegum skaða með plastbarkaígræðslu á karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Hann hafði fengið skilorðsbundinn dóm í héraði.

Formaður atvinnuveganefndar segir mikilvægt matvælaráðherra komi á fund hennar hið fyrsta til skýra tímabundið bann við hvalveiðum. Hann segir ákvörðun um bann bratta og hafa komið á óvart.

Húsaleiga hækkar og mikil eftirspurn er eftir íbúðum. Leigjandi segir samkeppni mikil og algengt engin svör fáist frá leigusölum.

Hjúkrunarfræðingurinn sem ákærður var fyrir manndráp var sýknaður í Héraðsdómi í dag. Verjandinn vonar ákæruvaldið láti staðar numið.

Fjörutíu prósent þeirra sem taka afstöðu eru fylgjandi því borgaralaun verði tekin upp á hér á landi. Yngra fólk er töluvert hlynntara hugmyndinni en þeir sem eldri eru.

Björgunarsveitir leita enn kafbátnum Titan á Norður-Atlantshafi. Talið er súrefnisbirgðir fimmmenninganna um borð klárist í fyrramálið. Hljóð greindust neðansjávar á leitarsvæðinu í nótt.

Frumflutt

21. júní 2023

Aðgengilegt til

20. júní 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,