Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 12. maí 2023

Menntaskólinn á Akureyri hefur beðið fyrrverandi nemanda afsökunar á hafa ekki tekist rétta hlut hans á meðan hann var í námi í skólanum. Nemandinn hætti í MA árið 2021 vegna sögusagna og alvarlegra ásakana.

Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkfall um þúsund starfsmanna í leik- og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavíkur, á mánudaginn.

Úkraínski herinn segir Rússlandsher hafa hörfað um tvo kílómetra í borginni Bakhmut. Rússa og Úkraínumenn greinir á um hvort stórsókn Úkraínumanna hafin.

Matvælaráðherra segir áminningu ESA um blóðtöku úr fylfullum hryssum fyrst og fremst ágreining um skilgreiningar. Íslenska ríkið hyggst rökstyðja afstöðu sína innan tveggja mánaða.

Icelandair minnti starfsfólk sitt á hugvíkkandi lyf eru alfarið bönnuð. Þar á meðal eru lyf við ADHD.

Utanríkisráðherra fagnar veitingu ríkisborgararéttar til tveggja liðskvenna rússneska hópsins Pussy Riot en upplýsir ekki hvort þetta pólitísk yfirlýsing frá íslenskum stjórnvöldum .

Minnihlutinn í Strandabyggð segir sveitarstjóra brjóta lög með neita taka mál þeirra til umfjöllunar á fundum. Meirihlutinn segir það tilhæfulausar aðdróttanir.

Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur aflétt banni við blóðgjöf karlmanna, sem hafa samræði við aðra karlmenn. Hér á landi mega karlmenn ekki gefa blóð, hafi þeir einhvern tímann haft kynmök með öðrum karlmönnum.

Frumflutt

12. maí 2023

Aðgengilegt til

11. maí 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,