Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 23. ágúst 2023

Stýrivextir eru orðnir 9,25 prósent eftir fjórtándu stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. Seðlabankastjóri hefur áhyggjur af spennu á vinnumarkaði og litlu atvinnuleysi. Forseti Alþýðusambands Íslands og formaður VR vilja stjórnvöld bregðist við fjölgun ferðamanna sem helsti þensluvaldurinn.

Úkraínumenn og Rússar halda áfram senda dróna hvorir á aðra. Við verðum í beinni útsendingu frá Kyiv í fréttatímanum.

Illa gekk staðsetja útkall þegar maður lést í heitri laug í Laugavalladal norðan Kárahnjúka aðfaranótt sunnudags. Neyðarlínan lítur málið alvarlegum augum en telur ekki hefði verið hægt bjarga manninum þótt aðstoð hefði borist fyrr.

Ég hélt ég myndi ekki lifa daginn af, segir einn drengjanna sem festust í kláfi yfir gili í Pakistan í gær. Sérsveitir pakistanska hersins renndu sér eftir vírnum til bjarga farþegunum.

Grímseyingar eru langþreyttir á bilunum í Sæfara, sem er kominn í slipp á Akureyri í annað sinn á stuttum tíma. Óvíst er hve langan tíma viðgerð tekur þessu sinni.

Saksóknarar í Rúmeníu telja nægar sannanir fyrir sekt áhrifavaldsins og fyrrverandi bardagaíþróttamann Andrew Tate um nauðgun og mansal.

Ólga er innan sænsku ríkisstjórnarinnar vegna ummæla forystumanns í Svíþjóðardemókrötum. sagði gleðigönguna athvarf fyrir barnaníðinga.

Frumflutt

23. ágúst 2023

Aðgengilegt til

22. ágúst 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,