Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 01. Júní 2023

Áhrif mun minni hækkunar fasteignamats á atvinnuhúsnæði en sem nemur verðbólgu er högg fyrir sveitarfélögin. Þetta segir aðalhagfræðingur sambands sveitarfélaga.

Fulltrúar BSRB og samninganefnda sveitarfélaganna hittast hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt, en síðasti fundur stóð fram á nótt. Verkföll í ellefu sveitarfélögum halda áfram í dag.

Lögreglan á Suðurlandi fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni sem er grunaður um hafa orðið ungri konu bana á Selfossi í apríl.

Friður er ekki í augsýn í Súdan eftir leiðtogi hersins sagði sig frá samkomulagi um vopnahlé. Tuttugu og sex börn létust vegna matarskorts á barnaheimili um helgina.

Maí var blautur og grár í höfuðborginni. Sólskinsstundir hafa aldrei verið færri og aðeins tvisvar hefur rignt meira í mánuðinum.

Níu flugmenn höfða mál gegn flugfélaginu Bláfugli vegna ólöglegrar uppsagnar í miðjum kjaraviðræðum.

Ferðamönnum við Jökulsárlón fjölgaði mikið milli ára í vor og framan af sumri. Gjaldtaka átti hefjast við lónið í dag en frestast í nokkra daga vegna tafa við framkvæmdir.

Frumniðurstöður svefnrannsóknar sem kannar kæfisvefn meðal barna á aldrinum fjögurra til átta ára sýnir tæpur þriðjungur þátttakenda þjáist af kæfisvefni.

ÍBV varð í gærkvöld Íslandsmeistari karla í handbolta eftir sigur á Haukum í oddaleik. Þjálfari ÍBV er feginn tímabilinu lokið, komist hann vonandi í golf.

Frumflutt

1. júní 2023

Aðgengilegt til

31. maí 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,