Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 15. maí 2023

Mikið hefur verið um tilraunir til netárása á íslenska innviði síðustu daga, í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins. Forstjóri netöryggissveitarinnar CERT-ÍS segir engin alvarleg atvik hafa komið upp, en hann býst við auknum þunga þegar fundurinn hefst á morgun.

Um þúsund félagsmenn BSRB í leik- og grunnskólum fjögurra bæjarfélaga leggja niður störf í dag. Formaður BSRB segir félagsmenn undirbúa frekari verkfallsaðgerðir því samningaviðræður hafi litlu sem engu skilað.

Allt útlit er fyrir kjósa þurfi nýju eftir hálfan mánuð um tvo helstu frambjóðendur til forseta í Tyrklandi. Erdogan forseti fékk heldur meira fylgi en andstæðingur hans í forsetakosningunum í gær, en náði ekki helmingi atkvæða.

Bændur í Miðfirði segjast ekki geta orðið við því senda þrjátíu kindur til slátrunar í vikunni beiðni MAST. Einn þeirra segir tímabært stofnunin ræði við bændur í stað þess setja þeim afarkosti.

Ökumenn á sumardekkjum lentu í vandræðum í vetrarfærð á Fjarðarheiði í gærkvöld. Engan sakaði þegar árekstur varð og yfirgefinn húsbíll fauk út af veginum. Hálka og krapi er á nokkrum fjallvegum á Norður- og Austurlandi.

Áform fjármálaráðherra um slíta ÍL-sjóði eru gagnrýnd harðlega í samráðsgátt stjórnvalda og talið það leiði ágreinings og óvissu. Átta umsagnir bárust og eru þær allar neikvæðar.

Formaður Geðhjálpar vill hlustað betur á notendur geðþjónustu í heilbrigðisgeiranum. Fólk sem er með geðrænan vanda og þarf aðstoð, þarf taka ríkari þátt í því móta þjónustuna.

Frumflutt

15. maí 2023

Aðgengilegt til

14. maí 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,