Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 26. júlí 2023

Umfangsmikið slökkvistarf er hafið við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga. Stór hópur slökkviliðsmanna hlaðinn tækjum og tólum berst við gróðureldana og vörubílar selflytja vatn. Við heyrum í fréttamanni á vettvangi í fréttatímanum.

Matvælastofnun hefur kært bændur í Miðfirði sem neituðu láta af hendi kindur sem þeir höfðu fengið af nágrannabæ þar sem riða kom upp.

Gróðureldar hafa orðið fleiri en fjörutíu bana í Alsír, Ítalíu og Grikklandi. Eldar brenna víða umhverfis Miðjarðarhafið og ógna byggðum, tugir þúsunda hafa þurft flýja eldana.

Tuttugu og tveimur verður sagt upp hjá Sæferðum en óljóst er hvort Vegagerðin taki tilboði fyrirtækisins um ferjusiglingar um Breiðafjörð.

Eitt mannskæðasta slys sem orðið hefur á Miðjarðarhafi, þegar talið er um sex hundruð flóttamenn hafi drukknað í síðasta mánuði, er til rannsóknar hjá Umboðsmanni Evrópusambandsins - sem vill vita hver þáttur Frontex, Landamærastofnunar Evrópu, var í björgunaraðgerðum.

Metaðsókn var í Menntaskólann í Kópavogi fyrir næsta skólaár og aðeins tæpur helmingur umsækjanda komst inn.

Það er óvenjumikið af lunda í Hafnarhólma á Borgarfirði eystra þetta árið. Aftur á móti vegnar ritu ekki eins vel.

Rokkgoðið Mick Jagger fagnar áttatíu árum í dag. Í rúm sextíu ár hefur hann þanið raddböndin með hljómsveitinni Rolling Stones og er enn að.

Eitt ár er í dag þar til þrítugustu og þriðju sumarólympíuleikarnir verða settir í París. Þetta verður í þriðja sinn sem leikarnir eru haldnir í höfuðborg Frakklands en 100 ár eru frá því leikarnir voru síðast haldnir þar.

Frumflutt

26. júlí 2023

Aðgengilegt til

25. júlí 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,