Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 24. maí 2023

Stýrivextir eru komnir upp í 8,75 prósent eftir Seðlabanki Íslands hækkaði vexti í morgun umfram spár. Seðlabankastjóri beinir spjótum sínum verkalýðsforystunni og segir hana verða sýna ábyrgð.

Formaður VR segir seðlabankastjóri þurfi axla ábyrgð á eigin hagstjórnarmistökum í stað þess skella skuldinni á verkalýðshreyfinguna.

Bílar hafa fokið út af í Öræfasveit í morgun og hringvegurinn þar lokaður. Gular viðvaranir eru í gildi vegna suðvestan hvassviðris sem gengur yfir landið.

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tilkynnir um framboð til forseta Bandaríkjanna í beinni útsendingu á Twitter í kvöld. DeSantis þykir einna líklegastur til veita Donaldi Trump samkeppni í forvali Repúblikana.

Það vantar sterkari verkstjórn til fylgja eftir árangri af styttingu vinnuvikunnar, segir fjármálaráðherra. Í henni hafi falist ein stærsta breyting á íslenskum vinnumarkaði um áratugaskeið.

Þýska lögreglan gerði í morgun húsleit á fimmtán stöðum sem tengjast samtökum loftslagsaðgerðasinna vegna gruns um þau styðji við glæpasamtök. Samtökin hafa vakið athygli fyrir götulokanir og aðrar róttækar aðgerðir víða um Þýskalandi.

Ef þú ferð í apótek til kaupa snúð eða vínarbrauð, ertu ekki einn um það. Um þrír af hverjum tíu landsmönnum ruglast á orðunum bakarí og apótek. Ruglingurinn virðist bæði kynbundinn og mjög ólíkur eftir stjórnmálaskoðunum fólks.

Flest bendir til þess Snorri Steinn Guðjónsson verði næsti landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. HSÍ hefur þó ekki staðfest ráðninguna.

Frumflutt

24. maí 2023

Aðgengilegt til

23. maí 2024
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,